Þjófnaður og skemmdarverk í Árnessýslu

Í liðinni viku voru unnin skemmdarverk á stórri hópbifreið af MAN gerð sem var geymd á Kjalvegi þar sem bundið slitlag endar á veginum.

Tveggja kílóa steini var kastað í rúðu sem brotnaði auk þess sem gluggapóstur skemmdist. Bifreiðin hefur verið notuð til að aka fólki á Langjökul og því geymd þarna á þessum stað.

Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags var 40 lítrum af olíu stolið af bifreið Lýsis í Þorlákshöfn þar sem hún var á athafnasvæði fyrirtækisins. Svipuðu magni af olíu var stolið af bifreið viku áður.

Þá var tveggja hásinga, þriggja metra langri kerru stolið frá Gagnheiði 78 á Selfossi á tímabilinu frá klukkan 18 síðastliðinn þriðjudag til klukkan 8 næsta morgun. Kerran er merkt GSG þaklagnir og með skráninganúmerið AM 713.

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þessi mál að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinSyngjandi vor
Næsta greinBlandað lið Selfoss Íslandsmeistari í gólfæfingum