Þjóðin vill ekki veggjöld

Í nýrri könnun MMR kváðust 81,9% svarenda vera andvígir veggjöldum til að fjármagna nýframkvæmdir í samgöngumálum.

Lítill munur reyndist á afstöðu fólks eftir því hvort það býr á höfuðborgasvæðinu eða úti á landi. Andstaðan við veggjöld reyndist mest á meðal Sjálfstæðismanna, en 88,9% þeirra sögðust frekar eða mjög andvígir hugmyndum um veggjöld til fjármögnunar á nýframkvæmdum í samgöngumálum.

Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu hugmyndum um að setja á veggjöld til að fjármagna nýframkvæmdir í samgöngumálum?“ Samtals tóku 94,5% afstöðu til spurningarinnar.

Könnun MMR var framkvæmd dagana 11. til 14. janúar 2011 og var heildarfjöldi svarenda 890 einstaklingar á aldrinum 19 til 67 ára.

Fyrri greinAmilcar sýnir í Hveragerði
Næsta greinStyrkir vegna leikskólakeyrslu