Þingborgarkonur efna til samkeppni

Ullarvinnslan í Þingborg í Flóahreppi hefur efnt til samkeppni um flottasta höfuðfat ársins 2014 ætlað fullorðnum. Efnisval og aðferð er frjáls.

Dómnefnd mun í störfum sínum taka tilit til hönnunar, handbragðs, hugmyndauðgi og menningarlegrar nálgunar. Veitt verða verðlaun fyrir fallegustu höfuðfötin á „Fjör í Flóa“ laugardaginn 31. maí.

„Þingborg vill með þessu bæði kanna og vekja athygli á hinni merkilegu flóru höfuðfata, sem blómstrar ekki síður í köldum löndum en heitum. Höfuðföt endurspegla þjóðarsálina á hverjum tíma því oft eru þau tákn um þjóðfélagsstöðu og í mörgum tilfellum tengd trúarbrögðum viðkomandi hóps eða atvinnugrein,“ segir Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flóahreppi, sem aðstoðar Þingborgarhópinn við samkeppnina.

Fyrri greinHelga Þórey: Nýtum tækifærin í Árborg
Næsta greinVantar tuttugu á Hraunið