Þiggja ekki húsið á Kárastöðum

Þingvallanefnd hefur ákveðið að þiggja ekki að gjöf gamla íbúðarhúsið á Kárastöðum.

Í fundargerð kemur fram að Þingvallanefnd „telur sýnt að fjárveitingar nefndarinnar á næstu árum duga vart til annars en að sinna brýnustu verkefnum innan þjóðgarðsins. Þingvallanefnd þakkar afkomendum fyrrum ábúenda á Kárastöðum þann góða hug sem að baki hugmyndinni býr, en telur sér ekki fært að þiggja hana og endurreisa bæinn eins og vert er.“

www.mbl.is greindi frá

Fyrri greinRjúpuungar skemmta á Skeiðflöt
Næsta greinBrutust inn um þakglugga