Þekktir fyrir glannaskap við akstur

Kristján Vilhelmsson, leiðsögumaður og bílstjóri, segir það vitað að rútunni sem sökk í Blautulón á föstudag, hafi verið ekið glannalega um hálendi Íslands síðustu sumur.

Þá hafi aðrir vegfarendur á hálendinu orðið fyrir óþægindum vegna hennar.

Á myndböndum á heimasíðu tékknesku ferðaskrifstofunnar Adventura sem gerir rútuna út, má sjá rútunni ekið greitt yfir vöð og í beygjum. Þá sést þar myndbrot þar sem farþegar sitja á þaki rútunnar meðan henni er ekið yfir ósléttu og vötn.

Slysið er nú rannsakað sem sakamál, eins og venja er til í málum af þessu tagi, að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, lögregluvarðstjóra á Kirkjubæjarklaustri.

Sjónvarpsfrétt Ríkissjónvarpsins

Fyrri greinBlómstrandi dagar í Hveragerði
Næsta greinNubia komin fram