Þeir heppnu fengu 25% afslátt af lóðargjöldum

Óvænt eftirspurn reyndist eftir þremur fjölbýlishúsalóðum við Akurhóla á Selfossi sem Sveitarfélagið Árborg auglýsti lausar til umsóknar fyrir skömmu.

Fjórir umsækjendur voru um hverja lóð og var því dregið úr umsóknunum.

B.S. verk ehf. fékk Akurhóla 2, Guðjón Sverrir Rafnsson fékk Akurhóla 4 og Eðalbyggingar ehf. fengu Akurhóla 6.

Að sögn Ástu Stefánsdóttur bæjarstjóra höfðu bæjaryfirvöld greint aukinn áhuga á lóðum nýverið og því var ákveðið að bjóða lóðirnar til kaups en þær hafa verið tilbúnar til byggingar síðan 2005.

Eyþór Arnalds, forseti bæjarstjórnar, segir að það hafi án efa haft áhrif að sveitarfélagið hafi ákveðið að veita 25% afslátt af gatnagerðargjöldum. „Við erum með lager af lóðum og eignum og ekki óeðlilegt að við veitum afslátt af þeim til að auðvelda sölu,” sagði Eyþór í samtali við Sunnlenska.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinTöluvert gróðursett í Mosfelli
Næsta greinMikil ánægja með íþróttagólfið