Þakkir til tillitssamra ökumanna

Mikil en jöfn umferð var á vegum í Árnessýslu um helgina. Ellefu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu en engin alvarleg slys á fólki í þeim.

Lögreglan á Selfossi vill koma þakklæti til ökumanna sem sýndu öðrum tillitssemi í umferðinni. Ekki síður er þökkum komið til þeirra vegfaranda sem hringdu til lögreglu með ábendingar um ökumenn sem sýndu ábyrgðarleysi og glannaskap í umferðinni. Í mörgum tilvikum náðu lögreglumenn til þessara ökumanna.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, segir upplýsingar af þessu tagi vera mjög mikilvæga viðbót við þá frábæru leiðbeiningar frá starfsfólki Samgöngustofu sem fluttar voru í fjölmiðlum alla helgina. „Allt þetta leiddi til þess að nú er hægt að státa af því að enginn alvarleg slys urðu í umferðinni þessa miklu umferðarhelgi,“ segir Þorgrímur Óli.

Fyrri greinBrotist inn í Tryggvaskála
Næsta greinNýja brúin yfir Múlakvísl vígð á morgun