„Það versta sem ég hef séð lengi“

Löng bið er eftir dvalar og hjúkrunarrýmum á Suðurlandi og biðlistar lengjast enn. Ástandið er með versta móti í Árnessýslu, einkanlega í Hveragerði og á Selfossi, en nánast allstaðar í heilbrigðisumdæminu fer ástandið stigversnandi.

„Þetta er það versta sem ég hef séð lengi,“ segir Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarfræðingur og formaður færni og heilsumatsnefndar í heilbrigðisumdæmi Suðurlands. Sem dæmi segir hún að sextán manns séu á biðlista eftir hjúkrunarrými í Hveragerði þar sem alls eru þrjátíu rými til staðar. Margir eru á biðlista á Selfossi, á Hvolsvelli og í uppsveitum Árnessýslu.

Unnur segir t.a.m. afar sjaldgæft að hægt sé að finna pláss fyrir hjón og því þurfi undantekningalítið að aðskilja hjón sem þurfi á mismunandi mikilli aðstoð að halda.

Hún segir undarlegt hversu lítið hefur bæst við að rýmum á Suðurlandi, þeim hafi í raun verið fækkað að hálfu ríkisins fyrir um tveimur árum síðan.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinVinningshafar í jólastafaleiknum
Næsta greinMiðfell er bæjarfjall Hrunamanna