Ævintýraferð á slökkvistöðina

Það var líf og fjör á slökkvistöðinni í Hveragerði í dag þegar krakkarnir á íþrótta- og ævintýranámskeiði Hamars komu í heimsókn.

Krakkarnir skoðuðu slökkvistöðina og slökkvibílana og auðvitað voru sírenur þandar og vatni sprautað.

Námskeiðið er fyrir 6 til 12 ára börn og er mikið lagt upp úr fjölbreyttri útiveru þar sem börnin kynnast ýmsum íþróttagreinum.
Einnig er farið í stuttar fjallgöngur, göngu- og hjólaferðir, dag í sveit, sund, ýmsa leiki og margt fleira skemmtilegt.

Fyrri greinJón ráðinn í Hrunamannahreppi
Næsta greinÞriggja bíla árekstur á Selfossi