Ætla að byggja hót­el og heilsu­lind í Hvera­döl­um

Hóp­ur inn­lendra og er­lendra fjár­festa und­ir­býr bygg­ingu tveggja lúx­us­hót­ela við Skíðaskál­ann í Hvera­döl­um og að koma upp heitri heilsu­lind í Stóra­dal ofan við skál­ann.

Áætlan­ir gera ráð fyr­ir um 100 her­bergja hót­el­bygg­ing­um í tveim­ur áföng­um og að fram­kvæmd­ir hefj­ist strax í vor, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Fjár­fest­arn­ir ætla jafn­framt að end­ur­byggja skíðalyft­una í Hvera­döl­um og reka á svæðinu ferðaþjón­ustu allt árið um kring. Byggja á upp heit böð og potta, ásamt bún­ingsaðstöðu. Fjár­mögn­un verk­efn­is­ins ligg­ur fyr­ir og búið er að gera leigu­samn­ing við Orku­veitu Reykja­vík­ur til næstu 50 ára.

Fyrri greinMilan fékk skell á Akureyri
Næsta greinÍslandsmet í 60 m grindahlaupi og þrjú HSK met sett