Ægir Hafberg hættir eftir tuttugu ára starf

Nú um mánaðarmótin mars/apríl verða tímamót í Landsbankanum í Þorlákshöfn. Ægir E. Hafberg, sem verið hefur útibússtjóri síðastliðin 20 ár, lætur af störfum, og samhliða því verður útibúinu breytt í afgreiðslu frá Selfossi.

Valgerður Guðmundsdóttir sem verið hefur þjónustustjóri útibúsins sl. 35 ár mun veita afgreiðslunni forstöðu og aðrir núverandi starfsmenn starfa áfram í afgreiðslunni. Almenn banka– og póstþjónusta verður óbeytt að mestu en fyrirtækjum verður veitt þjónusta frá Selfossi.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé von bankans að þessi breyting hafi sem minnst áhrif á almenn dagleg bankaviðskipti á svæðinu og starfsfólk mun hér eftir sem hingað til bjóða viðskiptavinum almenna banka- og póstþjónustu, eins og verið hefur.

Fyrri greinDímon fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Næsta grein„Búin að vera lokuð inni á hóteli í rafmagnsleysi í 40 klukkutíma“