Ægilega skemmtileg barnabókahátíð

Bókabæirnir austanfjalls héldu ægilega skemmtilega barnabókahátíð um síðustu helgi sem um 100 manns tóku virkan þátt í.

Sigrún Eldjárn las í öllum þremur bókabæjunum á föstudeginum og þannig fengu börnin í bókabæjunum fyrst að heyra úr nýju bókinni hennar Leynitruninn á Skuggaskeri.

Á laugardag var svo skrúðganga og skemmtun í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Leikfélag Selfoss sýndi Gilitrutt, Margrét Eir söng og Lalli töframaður sló í gegn með glensi og gríni og góðum töfrabrögðum.

Fyrri greinÁrni Þór hættur með Hamar – Daði Steinn tekur við
Næsta greinTólf spora starf í Selfosskirkju