Þyrlu hlekktist á á Eyjafjallajökli

Þyrlu Norður­flugs hlekkt­ist á á Eyja­fjalla­jökli fyrr í dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Hvols­velli fór bet­ur en á horfðist og eng­in slys urðu á fólki.

Þyrl­an var við kvik­mynda­tök­ur á jökl­in­um en í til­kynn­ingu frá Norður­flugi seg­ir að rann­sókn á til­drög­um óhapps­ins sé núna í hönd­um Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa og annarra yf­ir­valda.