Þyrlan send í Þjórsárdal

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, sótti slasaða konu sem datt af hestbaki innst í Þjórsárdal um kl. 15 í dag.

Þyrlan fór í loftið klukkan 15:22 og var lent á slysstað 15:50. Ekki liggur fyrir hversu alvarlega konan er slösuð en þyrlan var sett í forgang.

Lítið símasamband er á svæðinu og því var ekki ljóst hversu alvarlegt slysið er.