Þyrlan flutti slasaða á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti fimm erlenda ferðamenn sem slösuðst í umferðaróhappi á Landvegi í kvöld.

Fimm manns voru í bílnum en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli þeirra eru en einn þeirra er þó mikið slasaður. Lögreglan á Hvolsvelli fór á staðinn og kallaði eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni.

Útkallið barst þyrlunni um kl. 19:30 og var hún lent aftur við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:45.

Lögreglan á Hvolsvelli vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins.