Þyrla til bjargar ferðamönnum

Fjórir menn féllu af útsýnispalli við Dyrhólaey rétt fyrir hádegi þegar að sylla á brúninni gaf sig. Þrír þeirra eru slasaðir þar af einn fótbrotinn.

Sá fótbrotni er fastur í klettum þar sem erfitt er að komast að honum. Síga þarf niður að honum og slaka út í björgunarskip eða hífa hann upp á brúnina.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á staðinn auk Björgunarsveitinni Víkverja og sjúkraliði til að aðstoða mennina.

Björgunarsveitir af Suðurlandi, frá Vestmannaeyjum og fjallabjörgunarfólk af höfuðborgarsvæðinu voru kölluð á staðinn, en einhverjum hefur verið snúið við.