Þyrla sótti veikan mann á Mosfelli

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna alvarlega veiks manns í sem var í fjallgöngu á Mosfelli í Grímsnesi.

Aðstæður voru gríðalega krefjandi þannig að óskað var einnig eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar strax í upphafi aðgerðar. Bjögunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi sinntu manninum á vettvangi í brattri hlíð og rigningu.

Um klukkan tvö var maðurinn hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann til Reykjavíkur.

Gríðarlegt álag hefur verið á björgunarsveitum í Árnessýslu um þessa verslunarmannahelgi og óvenju mikið af alvarlegum útköllum, samkvæmt aðgerðarstjórnendum á svæðinu.

Fyrri greinFjórir gistu fangageymslur á Selfossi
Næsta greinMinni ölvun og víma í nótt