Þyrla sótti slasaðan vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan vélsleðamann frá Veiðivötnum á Landspítalann í Fossvogi nú undir kvöld. Maðurinn var talinn handleggsbrotinn og með fleiri áverka en ekki í lífshættu.

Útkallið barst skömmu eftir klukkan 16 í dag og þar sem um langa vegaleið var fyrir björgunarsveitir að fara var ákveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar og fór hún í loftið kl. 16:50, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Komið var á staðinn um kl. 17:30 og var lent með manninn í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld.

Fyrri greinHefur áhyggjur af Kumbaravogi
Næsta greinÁrborg ekki lengur undir eftirliti