Þyrla sótti slasaðan hestamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan hestamann á Landmannaleið um miðjan dag í dag. Maðurinn lenti undir hesti sínum.

Maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi þar sem læknisrannsókn leiddi í ljós að hann hafði ekki hlotið neina alvarlega áverka. Hann verður þó áfram undir eftirliti lækna.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar lenti maðurinn undir hesti sínum en frekari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir að svo stöddu.