Þyrla sótti fótbrotinn vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti nú fyrir skömmu slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði, norðan við Kálfstinda í Bláskógabyggð.

Maðurinn var þar á ferð ásamt félögum sínum og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Talið er að hann sé fótbrotinn.

Björgunarsveitir Landsbjargar voru sendar áleiðis til öryggis ef þyrlan gæti ekki athafnað sig en til þess kom hinsvegar ekki.

Fyrri greinRannsaka andlát fransks ferðamanns
Næsta greinÞór skellti Haukum í Þorlákshöfn