Þyrla kvödd til eftir bílveltu

Bíll fór út af Reynis­hverf­is­vegi í Mýr­dal um klukkan þrjú í dag. Tvennt slasaðist en meiðsli þeirra eru ekki tal­in al­var­leg.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Þyrla er lögð af stað til að ná í ann­an ein­stak­ling­inn vegna mögu­legr­ar hættu á bak­meiðslum.

Að sögn lög­reglu liggja ekki fyr­ir frek­ari upp­lýs­ing­ar um til­drög slyss­ins að svo stöddu en viðbragðsaðilar eru enn að störf­um á vett­vangi.