Þyrla kölluð út vegna hjólreiðaslyss

Allt til­tækt viðbragðslið hjól­reiðakeppn­inn­ar Kia-Gull­hrings­ins, sjúkra­flutn­inga­menn og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa verið kölluð til aðstoðar eft­ir hjól­reiðaslys á Skálholtsvegi.

Morgunblaðið greinir frá því að fimm keppendur hafi skollið í jörðina og sé einn þeirra alvarlega slasaður. Þyrlan var kölluð út til þess að sækja hann, en hinir kepp­end­urn­ir slösuðust ým­ist ekki eða lítið.

Þetta staðfest­ir Þorgrím­ur Óli Sig­urðsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Sel­fossi, í sam­tali við mbl.is.

Keppn­in hef­ur verið stöðvuð að sinni.

Fyrri greinVegan karamellu ískaka
Næsta greinGuðrún Heiða og Kristinn Íslandsmeistarar