Þyrla kölluð til vegna alvarlegra veikinda

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar í gær vegna alvarlegra veikinda við Geysi í Haukadal.

TF-GNÁ var við æfingar þegar útkallið barst frá Neyðarlínunni. Þyrlan lenti við Geysi kl. 15:17 og var sjúklingurinn fluttur um borð í þyrluna.

Þyrlan fór aftur í loftið átta mínútum síðar og lenti svo við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:45.

Fyrri greinElfar Guðni sjötugur
Næsta greinKÁ kvöld í Hótel Selfossi