Þyrla kölluð að Skálpanesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 14:47 í dag beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna vélsleðaslyss við Skálpanes, suðaustur af Langjökli.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var samstundis kölluð út og fór TF-LÍF í loftið klukkan 15:19. Fimmtán mínútum síðar lenti þyrlan á Kjalvegi, skammt norðan við Gullfoss en þar biðu sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir með hinn slasaða.

Hann var tekinn um borð í þyrluna og var áætlað að hún myndi lenda í Reykjavík kl. 16:30.

UPPFÆRT KL. 16.00