Þyrla aðstoðar við leitina

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Herði Ársæli Ólafssyni sem ætlað er að sé á bifreiðinni OX-987, sem er af gerðinni Hyundai Sonata , dökkrauð að lit árg 1997.

Lögregla og björgunarsveitir í neðri hluta Árnessýslu leita Harðar sem fór af bæ í Ölfusi síðdegis ásamt 6 ára syni sínum.

Hörður er eindregið beðinn að hafa samband við lögreglu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór um kl. 18:20 til að taka þátt í leitinni sem stendur yfir á Suðurlandi. Lögreglan á Selfossi óskaði eftir aðstoð þyrlunnar, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.