Þykkvibær er sveit

Þykkvibær er ekki lengur þéttbýli, samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Rangárþings ytra.

Þrjátíu athugasemdir bárust sveitarstjórn vegna breytingarinnar. Í þeim er krafist að Þykkvibær verði áfram þéttbýli í ljósi sögunnar sem elsta sveitaþorp landsins. Þróunarmöguleikar staðarins séu betri sem þéttbýli.

Í svari sveitarstjórnar við athugasemdum íbúa segir að Þykkvibær uppfylli ekki skilyrði þéttbýlis í skipulagsreglugerð varðandi íbúafjölda og þéttleika byggðar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT