Þúsundir gesta í Hveragerði

Þúsundir gesta njóta nú veðurblíðunnar í Hveragerði þar sem fagsýningin Blóm í bæ er haldin um helgina.

Meginþema Blóm í bæ þetta árið er Börn og æfintýri og bera skreytingarnar þess merki. Til að mynda er hringtorg við innkeyrsluna inn í Hveragerði nú skreytt með 5 metra hárri rólu og litlum blómabörnum.

Ævintýrahúsið í miðbænum hefur vakið mikla athygli og í lystigarðinum má finna löng blómgöng fyrir börn að leika sér í.

Í nokkrum vel völdum, glæsilegum görðum, verður boðið upp á grænmetissúpu í dag milli 14 og 18. Um leið og gestir gæða sér á gómsætri súpunni geta þeir skoðað einstaklega fallega garða gestgjafanna.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.blomibae.is