Þúsundasti gesturinn á Þrek og tár

Uppsetning Leikfélags Selfoss á Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk Símonarson hefur svo sannarlega slegið í gegn en í gærkvöldi kom þúsundasti leikhúsgesturinn á sýninguna.

Það var Ósk Unnarsdóttir á Selfossi og færði Sigrún Sighvatsdóttir, formaður LS, henni blóm og bókargjöf í lok sýningar í gærkvöldi.

Leikfélag Selfoss frumsýndi verkið í lok janúar í Litla leikhúsinu við Sigtún og munu sýningar standa til 8. mars næstkomandi. Um fjörutíu manns koma að uppsetningunni en leikstjóri sýningarinnar er Lilja Nótt Þórarinsdóttir.

Fyrri greinBíll brann til kaldra kola
Næsta greinSelfoss tapaði fyrir Gróttu