Þúsund manna ferðaþjónustuþorp sunnan við Geysi

Geysisgos árið 2011. sunnlenska.is/Völundur Jónsson

„Við höf­um fest kaup á þrem­ur samliggj­andi jörðum sem eru í sjón­línu við Geysi og með út­sýni yfir Lang­jök­ul í all­ar átt­ir,“ seg­ir Birg­ir Örn Arn­ar­son, stjórn­ar­formaður fast­eignaþró­un­ar­fé­lags­ins Arwen.

Fé­lagið hyggst byggja þúsund manna ferðaþjón­ustuþorp á jörðunum á næstu fjór­um til fimm árum.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Um er að ræða jarðirnar Markholt, Einiholtsás og Kistutjarnir sem eru á og við Dagmálaásinn sunnan við Kjarnholt. Samtals eru jarðirnar 76 hektarar og þar er búið að skipuleggja 8.000 fermetra byggð

Birg­ir Örn seg­ir þjón­ustumiðstöðina henta ferðamönn­um sem fari Gullna hring­inn. Not­ast verður við nýj­ar bygg­ing­araðferðir svo þorpið muni rísa á sem skemmst­um tíma.

Frétt Morgunblaðsins