Þungu blómakeri stolið

Aðfaranótt sunnudags var brúnleitu sveppalaga blómakeri stolið úr innkeyrslu við Hjarðarholt 8 á Selfossi.

Blómakerið er steinsteypt, um 20 til 30 sentimetrar á hæð. Það hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann og þess sárt saknað.

Þyngd blómakersins er það mikil að það hefur ekki verið borið í fangi nema stutta leið og þá væntanlega í bifreið.

Lögreglan biður þann sem nam blómakerið á brott að koma því til skila og eins eru þeir sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.