Þrúður stýrir Hafnardögum

Á síðasta fundi menningarnefndar Ölfuss var ákveðið að ráða Þrúði Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Hafnardaga.

Þrúður hefur verið formaður Leikfélags Ölfuss, rekstrarstjóri golfklúbbs og golfskála Bakkakots og er rekstrarstjóri karatefélagsins Þórshamars.

Þrúður er þegar byrjuð að skipuleggja hátíðina sem líkt og síðustu ár verður haldin um Sjómannadagshelgina 1.-3. júní. Hátíðin verður með svipuðu sniði og fyrir tveimur árum og eru íbúar, félög og fyrirtæki hvött til að taka virkan þátt í hátíðinni.