Þrjú útköll slökkviliðs

Brunavarnir Rangárvallasýslu fengu þrjú útköll í liðinni viku. Ekki var um stórbruna að ræða í neinu tilfellanna.

Á miðvikudag kviknaði eldur í dráttarvél á bæ undir Eyjafjöllum. Slökkviliðsmaður frá Vík kom að vettvangnum og náði að slökkva eldinn. Slökkvilið frá Hvolsvelli var kallað út en eldurinn hafði verið slökktur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn.

Á laugardag var tilkynnt um eld í gömlum bragga við bæinn Næfurholt. Slökkvibifreið fór frá Hellu í verkefnið og um miðjan dag sama dag var tilkynnt um flugslys á Garðsaukabraut við Hvolsvöll. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og mætti slökkviliðið á Hvolsvelli á staðinn.