Þrjú undir aldri á vínveitingastað

Aðfaranótt laugardags fóru lögreglumenn í eftirlit með vínveitingastöðum í uppsveitum Árnessýslu.

Á einum staðnum voru þrjú ungmenni sem voru undir 18 ára aldri.

Barnaverndarnefnd var tilkynnt um atvikið og forstöðumaður vínveitingarstaðsins kærður fyrir brot á lögum um veitingastaði, gististaði og veitingahald.

Fyrri greinHúsráðandi náði sjálfur að slökkva eldinn
Næsta greinVinnuslys á Selfossi