Þrjú sunnlensk sveitarfélög á lista þeirra bestu

Vísbending, tímarit um efnahagsmál, hefur í mörg ár skoðað fjárhag sveitarfélaga og fundið þannig út hvaða sveitarfélag er „Draumasveitarfélagið“.

Þar er sveitarfélögunum gefnar einkunnir, en þær miðast að stórum hluta við fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins og fleira því tengt.

Þrjú sunnlensk sveitarfélög eru meðal tíu efstu sveitarfélaganna að þessu sinni; Bláskógabyggð, sem er í fjórða sæti, Sveitarfélagið Ölfus, sem situr í níunda sæti listans og Rangárþing ytra í því tíunda. Efst trónir Seltjarnarnes.

Fyrri greinFSu enn án stiga
Næsta grein„Við töpuðum bara mjög sannfærandi“