Þrjú óhöpp á sömu klukkustundinni

Þrjú umferðaróhöpp urðu á sömu klukkustundinni í umdæmi Selfosslögreglunnar í gærkvöldi.

Bíl var ekið á 38 tommu jeppadekk sem lá á miðjum Eyrarbakkaveginum, öðrum á umferðarskilti við Eyrabakkaveg og þeim þriðja utan í víravegrið í Svínahrauni.

Enginn slasaðist í þessum óhöppum en eignatjón var verulegt.