Þrjú óhöpp á sama stað í Kömbunum

Þrjú um­ferðaró­höpp urðu í Kömb­un­um á skömm­um tíma í dag sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­landi.

mbl.is greinir frá þessu.

Óhappahrinan hófst á því að ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók utan í vegrið. Minniháttar skemmdir urðu á vegriðinu og bílnum og ökumaðurinn slapp ómeiddur.

Starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á vettvang skömmu síðar til þess að gera við skemmdirnar á vegriðinu þegar aðvífandi ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók aftan á bíl Vegagerðarinnar. Áreksturinn var talsvert harður en engin alvarleg slys á fólki.

Þegar lögreglan ætlaði svo að athafna sig á vettvangi reyndi þriðji ökumaðurinn framúrakstur á staðnum en fipaðist og missti stjórn á ökutæki sínu. Hann lenti fyrst á vegriðinu hægra megin og síðan vinstra megin en ekki urðu slys á fólki í þessu tilfelli heldur.

Frétt mbl.is

Fyrri greinUmf. Ásahrepps vikið úr HSK
Næsta greinHeimakonur sterkari í seinni hálfleik