Þrjú innbrot við Álftavatn

Brotist var inn í þrjá sumarbústaði við Álftavatn í Grímsnesi í vikunni, en þess varð fyrst vart í gærkvöldi.

Rúður voru brotnar í tveimur bústöðunum og hurð spennt upp í þeim þriðja.

Þjófarnir stálu flatskjám, raftækjum, áfengi og fleiru lauslegu og eru þeir ófundnir. Bústaðirnir standa allir við sömu götu, skammt frá hverjum öðrum.