Þrjú innbrot á sunnudagsmorgun

Á milli klukkan fjögur og sjö á sunnudagsmorgun var brotist inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum, sumarbústað í Miðfellslandi og annan við Sogsbakka.

Ekki er talið að neinu hafi verið stolið úr þjónustumiðstöðinni. Úr sumarbústöðunum var stolið flatskjáum, rafmagnsverkfærum og áfengi.

Ekki er vitað hver hafi verið að verki en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi í samvinnu við lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.