Þrjú bæjarfjöll í Bláskógabyggð

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur tilnefnt Vörðufell, Laugarvatnsfjall og Bláfell sem bæjarfjöll í sveitarfélaginu.

Bókaútgáfan Tindur hefur undanfarnar vikur óskað eftir tilnefningum á bæjarfjöllum í öllum sveitarfélögum á landinu fyrir útgáfu bókarinnar Íslensk bæjarfjöll.

Lagt var til og samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar að bæjarfjöllin í Bláskógabyggð yrðu Vörðufell fyrir Laugarás, Laugarvatnsfjall fyrir Laugarvatn og Bláfell fyrir Reykholt.

Fyrri greinJónas Sig sló botninn í frábæra hátíð
Næsta greinSinueldur í dýragrafreit