Þrjátíu prósent aukning fæðinga

„Já, fæðingum hefur fjölgað mjög mikið hjá okkur, þetta er um þrjátíu prósenta fjölgun árið 2014 miðað við 2013. Fæðingarnar 2013 voru 58 en á síðasta ári voru þær alls 82 talsins,,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir fæðingardeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Á síðasta ári fæddust 40 stúlkur og 42 drengir á fæðingardeildinni á Selfossi. Níu ljósmæður vinna á deildinni.

Sigrún segir skýringuna á þessari miklu fjölgun að hluta til megi rekja til almennrar fjölgunar á þungunum og fæðingum á Suðurlandi á árinu 2014. „Svo held ég að það sé að stórum hluta vegna þess að hér á Selfossi er mjög góð þjónusta við konur í meðgöngu og gott aðgengi kvenna að ljósmæðrum allan sólarhringinn. Þannig að konur sem eiga þess kost að fæða hér, velja það í auknu mæli en það eru konur í eðlilegri meðgöngu og fæðingu sem hafa val um það,“ segir Sigrún.