Þrjátíu aðilar sendu inn tilboð

Það ætti að skýrast innan skamms hver verður valinn til að taka að sér rekstur á Hótel Hlíð í Ölfusi.

Byr leysti til sín hótelið á nauðungaruppboði í nóvember síðastliðnum en eigandi þess var félagið Vör ehf. sem var í eigu fjárfestisins Guðmundar A. Birgissonar, oft kenndur við Núpa. Á hótelinu hvíldu nokkur hundruð milljónir króna.

Yfir 30 aðilar föluðust eftir því að taka við rekstrinum en sá hópur hefur verið minnkaður niður í 3 eða 4 aðila samkvæmt heimildum Sunnlenska.

Er gert ráð fyrir að það skýrist innan skamms hver tekur við. Undanfarin fimm ár hefur Sigurður Tryggvason veitinga­­­­­maður rekið hótelið með samn­ing við fyrri eigendur. Sigurð­ur rekur hótelið sem stendur og hann er einn af þeim sem boðið hafa í reksturinn.