Þrjár virkjanir í ferli

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur fengið kynningu frá Helga Bjarnasyni, verkefnisstjóra hjá Landsvirkjun um hugmyndir fyrirtækisins um framkvæmdir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstunni í neðri hluta Þjórsár.

Þar segir að útboðshönnun Hvammsvirkjunar sé langt komin og ljúki að líkindum í sumar. Ætlað er að Hvammsvirkjun gæti verið gangsett þremur árum eftir útboð. Framleiðslugeta Hvammsvirkjunar er áætluð um 93 megavött og verður stöðvarhús þá staðsett við Skarðsfjall í Landsveit. Stöðvarhús verður staðsett við Skarðsfjall í Landsveit. Uppistöðulónið verður myndað með stíflu í Þjórsá við Minnanúpshólma og ætlað um 7,5 ferkílómetrar að stærð.

Holtavirkjun, er áætluð um 53 megavött og stöðvarhús hennar verður í námunda við Akbraut í Holtum. Þar liggur hluti áætlunar í því að byggja brú í tengslum við virkjunina.

Þá er einnig greint frá áætlunum um Urriðafossvirkjun í ofangreindu bréfi, en hún er neðst þeirra virkjana sem áform eru um. Áætlað afl hennar er 140 MW og flatarmál lóns er 8,6 ferkílómetrar. Gangsetning Urriaðfossvirkjunar gæti orðið um 3 til 5 árum eftir að framkvæmdir hefjast. Fiskistigi og seiðafleyta verður við virkjunina auk fiskiteljara.