Þrjár konur kvaddar eftir langa starfsævi

Nýlega létu þrjár konur af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir áralangan starfsferill hjá stofnuninni, allt uppí 32 ár.

Þeim var haldið kveðjuhóf og afhent þakkargjöf um leið og þeim voru þökkuð vel unnin störf við stofnunina og færðar óskir um velfarnað í komandi framtíð.

Þessar konur eru; Lísa Thomsen, en hún starfaði sem deildarritari á sjúkradeild í 17 ár. Hún hættir vegna aldurs þar sem hún verður 70 ára 17. júlí nk.

Margrét Strumpler, hún var starfsmaður í þvottahúsi í 9 ár. Margrét hættir vegna aldurs en hún verður 67 ára 24. júní nk.

Sigurbjörg Hermundsdóttir, starfaði alla tíð við umönnun, hún lætur af störfum eftir 32 ára stafsaldur og varð 67 ára 6. júní sl. Sigurbjörg hóf störf við sjúkradeildina 1982 en færði sig á Ljósheima þegar sjúkradeild aldraða var stofnuð við Austurveginn. Hún fluttist svo í nýbygginguna við Árveg, þegar deildin var flutt og endaði starfsferilinn við hjúkrunardeildina Fossheima.

Fyrri greinHestamenn með sér sjónvarpsrás á Landsmótinu
Næsta greinSigríður ráðin hjúkrunarstjóri