Þrjár konur á 112

Umferðin hefur gengið vel fyrir sig í umdæmi Selfosslögreglunnar í dag. Lögreglan fylgdist vel með umferðinni og stöðvaði fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur.

Það sem athygli vekur er að þrír af þessum fjórum ökumönnum voru teknir á nákvæmlega sama hraða og ökumennirnir voru allir konur. Allar voru þær stöðvaðar síðdegis í dag á 112 kílómetra hraða. Sá fjórði var á 117 km hraða.