Þrjár bílveltur og þrettán á pinnanum

Lögreglan á Selfossi kærði þrettán ökumenn í liðinni viku fyrir hraðakstur, tvo fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og einn fyrir fíkniefnaakstur.

Þá urðu þrjár bílveltur um helgina í umdæmi Selfosslögreglunnar, tvær á Skeiðavegi og ein í Þorlákshöfn. Allir sem komu við sögu sluppu með minni háttar meiðsli.

Fyrri greinSilja Dögg: Lítil fyrirtæki stækka mest
Næsta greinVöllurinn á Hvolsvelli verður „SS völlurinn“