Þrjár bílveltur í vikunni

Þrír bílar ultu í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Eignatjón var mikið en ökumenn og farþegar sluppu að mestu án meiðsla.

Bílarnir ultu á Landvegi við Galtalæk, á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum og sá þriðji á Suðurlandsvegi við Skálm.

Fimmtíu ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur og sá sem hraðast ók var mældur á 145 km/klst.

Einn ökumaður var tekinn við akstur sviptur ökuréttindum og nokkrir ökumenn höfðu skírteini sín ekki meðferðis eða höfðu ekki endurnýjað ökuskírteini sín.