Þrjár árásir tengdar heimilisofbeldi

Fjórar minni háttar líkamsárásarkærur komu til kasta lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Í einu tilvikinu var maður sleginn í andlitið inni á veitingastað á Selfossi.

Maðurinn hlaut áverka í andliti og gleraugu sem hann bar brotnuðu.

Hinar þrjár líkamsárásirnar tengdust heimilisofbeldi og eru þau mál til rannsóknar hjá lögreglunni.

Fyrri greinTveir fangar af Sogni á flótta
Næsta greinDagbók lögreglu: Útlendingar fastir í snjó hér og þar