Þrjá skólastjóra vantar í Vík

Mýrdalshreppur hefur auglýst lausar til umsóknar þrjár skólastjórastöður við skólastofnanir í hreppnum.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á dögunum að hætta samrekstri skólanna í hreppnum frá og með næsta skólaári.

Vegna þessara skipulagsbreytinga er nú auglýst staða skólastjóra Grunnskóla Mýrdalshrepps, staða skólastjóra Leikskóla Mýrdalshrepps og staða skólastjóra Tónskóla Mýrdalshrepps.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl næstkomandi.

Fyrri greinFjölgun um eina bekkjardeild á ári næstu þrjú árin
Næsta greinNý heildarsýn á miðbæ Selfoss