Þrír teknir fyrir ölvunarakstur

Alls voru 58 ökumenn kærðir af lögreglu fyrir að aka of hratt á Suðurlandi í liðinni viku. Þá voru skráningarnúmer tekin af fjórum ökutækjum sem reyndust vera ótryggð í umferðinni.

Þrír voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og af þeim var einn einnig grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Sá hafði ekið út af vegi á leið niður Kambana á laugardag án þess þó að slys yrðu á fólki.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.