Þrír sluppu úr bílveltu

Þrír sluppu ómeiddir úr bílveltu í Hveradalabrekkunni á Hellisheiði um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í skyndilegri hálku og fór bíllinn nokkrar veltur utan vegar. Ökumaðurinn og tveir farþegar voru fluttir til skoðunar á slysadeild en þeir reyndust ómeiddir.